Færsluflokkur: Bloggar
Strákarnir í 6. Flokk fengu tíma í Reykjaneshöll á sunnudag 17:15-18:30. Gott að komast inn og getað verið á stuttbuxum í sínum uppáhaldsbúning. Ágætu foreldrar tala sig saman með far og mæta hress og kát í Reykjaneshöll.
Engin æfing á laugardag.
Freyr og Viktor
Bloggar | Fimmtudagur, 17. nóvember 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kæru foreldrar
Þá er komið að því, nýju Errea búningarnir
eru komnir og fyrirhugaður er
mátunardagur á sunnudag, þ.e. þann 13.nóvember
á Ásvöllum. Þar munum við máta stærðir og hvaða
nafn á að standa á treyju, númer o.s.frv.
Þá verður æfingarfatnaður einnig til sölu á staðnum,
þ.e. mátun fer fram þar á
sunnudag, pantað og greitt á staðnum, svo afhent
fljótlega eftir það.
Treyjur þarf svo að sækja í Errea búðina þegar þær eru
tilbúnir í Bæjarlind 14-16.
Við munum láta vita þegar treyjur fyrir flokkana
eru tilbúnar þar, þ.e. merktar og
flottar og fólk getur þá farið þangað og
sótt treyjurnar.
Við erum með marga iðkendur og því þurfum
við að skipta hópunum niður eftir flokkum
samkvæmt neðangreindu:
13.nóvember. (næsti sunnudagur)
14:00 - 15:00 /6. 7 og 8 flokkur KK og KVK.
15:00 - 16:00 / 4 og 5 flokkur KK og KVK.
16:00 - 17:00 / 2.3 og 4.flokkur KK og KVK.
Barna og unglingaráð.
Bloggar | Fimmtudagur, 10. nóvember 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágæta Haukafólk við erum með 8 lið á mótinu þetta verður mikið fjör allir að spila rosalega mikið, hér er mætinga-listinn.
Þeir sem eiga að spila í Þýsku og Spænsku-deildinni sem spilaðar eru frá 09:00 - 11:30 og eiga að mæta kl 08:35 eru:
Haukar í þýskudeildinni:yngra ár,Arnar Þór,Kristófer Rúnar,Matthías Máni,Arnar Steinn,Kristinn Þór.
Haukar 2 í Spænsku-deildinni:yngra ár,Þorsteinn,Ismael Breki,Mikael Darri,Einar Árna,Árni Matthías.
Haukar 1 í Spænsku-deildinn:Eldra ár,Sigurbjörn,Kristófer Jón,Sebastian,Kristófer Kári,Erling Elí,Ásgeir Jaki,Alexander Björn.
Þeir sem eiga að spila í Íslensku og Meistara-deildinni sem spilaðar eru frá 11:30-14:00 og eiga að mæta kl 11:00 eru:
Haukar Íslenska-deildin: Yngra ár,Helgi Marinó,Freyr,Ívar,Gabriel Páll,Róbert Darri,Aron vattnes,Marinó Breki.
Haukar 1 Meistara-deildin: Eldra ár,Piotr,Árni,Gunnar Breki,Kajus,Bjarmi,Theódor Ernir.
Haukar2 Meistara-deildin: yngra ár,Arnór Yngva,Ari Hafþór,Kári S,Sigurður Ísak,Aron Knútur,Ýmir Darri.
Þeir sem eiga að spila í Frönsku og Ensku-deildinni sem spiluð er frá 14:00-16:20 og eiga að mæta kl 13:35 eru:
Haukar Franska-deildin: Eldra ár,Alonso,Janus,Frosti,Lúkas,Halldór,Arnór.
Haukar Enska-deildin: Eldra ár, Bjarki,Dagur Máni,Egill,Kristófer Þ,Daníel Máni.
Mæta með Hauka-búninginn ekkert mál að vera í stuttbuxum það er heitt í Reykjaneshöll verðum með aukabúninga ef einhverjum vantar.
Foreldrar munið eftir mótsgjaldi 3000kr sem greiðist strax til þjálfara við komu í Reykjaneshöll.
Allir þátttakendur fá Pizzu og drykk í lokin ásamt verðlaunapening.
Ef eitthvað er óljóst hafið samband við Frey þjálfara 8978384
kveðja Viktor og Freyr
Bloggar | Fimmtudagur, 27. október 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Næsta stóra verkefni hjá 6. flokk er hraðmót hjá Keflavík sem haldið er laugardaginn 29. október. Kostnaður er kr 3000 og er Pizza og gos eftir mót ásamt verðlaunapening. Allir sem eru skráðir hjá Haukum mega taka þátt og þarf að skrá sig hér fyrir neðan í athugasemdir, svo við sjáum hvað við þurfum að vera með mörg lið.
P.S. liðskipan kemur nokkrum dögum fyrir mót.
Bestu kveðjur.
kv Freyr og Viktor.
Bloggar | Þriðjudagur, 18. október 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Næsta mánudag 17.okt verður foreldrafundur hjá 6.flokk á Ásvöllum (forsalur) og byrjar kl 18:15.
Mikilvægt að mæta og fylgjast með
Fundarefni:
Starfið framundan,
haust,vetur,vor og sumar.
Kv þjálfarar
Bloggar | Föstudagur, 14. október 2016 (breytt kl. 14:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir leiðinda veður var mikið fjör í dag á æfingu, í þessari átt er skjól við stúkuna og náðu við að gera tækniæfingar og góðri skotæfingu. Við æfum alltaf ef ekki kemur fram á blogginu að við frestum æfingu. Miklar hetjur sem mæta og láta ekki smá veður hafa áhrif á sig.
kv þjálfarar
Bloggar | Miðvikudagur, 12. október 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það voru 38 drengir sem mættu í dag í Reykjaneshöll og spiluðu æfingaleiki við Keflavík. Frábær skemmtun og glæsileg tilþrif sáust og var mikil gleði hjá drengjunum að komast inn og spila við topp aðstæður. Minnum á æfinguna á morgun á Ásvöllum en veðrið á að vera skaplegt. Sjáumst hressir á morgun.
kv Freyr og Viktor
Bloggar | Miðvikudagur, 5. október 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fengum gott boð að spila æfingaleiki við Keflavík í Reykjaneshöllinni á miðvikudag (spáir leiðilegu veðri miklum vindi). Ætlum að þiggja boðið leikirnir byrja kl 18:00 mæting 17:45 og spilað verður til 19:10. Tala sig saman um far og mæta í Haukatreyju hress og kátur. (Laust hjá Frey þjálfara kl 17:00 frá Ásvöllum ef einhverjum vantar far).
kv þjálfarar
Bloggar | Mánudagur, 3. október 2016 (breytt kl. 21:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Frá og með laugardeginum 1. okt byrja æfingar á laugardögum tíminn 11:00-12:00 gerfigrasið Ásvöllum.
kv þjálfarar
Bloggar | Miðvikudagur, 28. september 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar hjá 6. Flokk í vetur verða eftir smá breytingar (árekstur við handbolta og körfu) á miðvikudögum og fimmtudögum kl 16:00-17:00. Tekur gildi í næstu viku ekki æfing á morgun og mánudag. Eftir 1. okt byrjum við á laugardögum 11:00-12:00.
Kv þjálfarar
Bloggar | Miðvikudagur, 7. september 2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |