Kæru foreldrar,

Þá er það orðið klárt að við erum að fara á Króksmótið með 6 lið í 6.flokk.

7.flokkur fer einnig með 2 lið þannig að það verður vel mætt frá Haukum á mótið sem

er frábært.

Við stefnum á að vera með flokkana sem mest saman utan vallar, gistingu o.s.frv. svo

að þetta verður stuð.

Nú þurfum við að klára greiðslur sem fyrst þar sem að það er stutt í þetta en

upphæðin er krónur 10.500,- sem greiðist inn á reikning

0140 - 26 - 010261. Kt.2105754139.

 

Þá vil ég biðja ykkur um að muna eftir að senda kvittun á magnus@securitas.is með

nafni stráks í skýringu.

Mikilvægt að nafnið komi fram til að auðvelda mér að halda utan um greiðslurnar.

 

Þá vil ég biðja ykkur um að senda mér tölvupóst á magnus@securitas.is þegar þið

hafið greitt og taka fram þar hvort að ykkar strákur ætlar að gista með liðinu eða

ekki.

 

Þeir sem eru skráðir eins og er eru:

Arnór Elís, Andri Fannar, Sölvi Reyr, Patrik Snæland, Viktor Greil, Bóas, Þór Leví,

Þráinn, Daníel, Össur, Ágúst Goði, Sigurður Snær, Tómas Anulis, Óliver Helgi,

Lórens, Aron Máni, Kristófer Kári, Gabríel, Snorri.

 

Tristan Snær, Ólafur Darri, Svanbjörn, Ásgeir Bragi, Kristófer Fannar,

Gísli Rúnar, Ísleifur Jón, Hugi, Gísli Rúnar, Jörundur, Gunni, Krummi, Birkir

Bóas og Þorvaldur.

 

Ef það vantar inn nafn á ykkar strák en þið tölduð ykkur vera búinn að skrá hann,

látið þá endilega vita í athugasemdum.

 

Kv. fh foreldrastjórnar

 

Magnús Reyr.

 


Króksmótið 09-10 ágúst

Fyrirhugað er að fara á Sauðárkrók helgina 9.-10. ágúst og 
keppa á Króksmótinu. Við þurfum að athuga með þátttöku hjá 
okkur og eru því þeir sem hafa áhuga á að fara
beðnir um að skrá sig hér að neðan.
Meiri upplýsingar um mótið er að finna á
www.tindastoll.is.<http://l.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.tindastoll.is%2F&h=bAQHvw6sB&enc=AZMdjG35tOaVtpuZkqoCLGwRR05D1v2lC9r5hMQSxXI8Nd0_h8QMmXZo1fir92Pfs_Waa7Zd1erwN5P1K_eau9Wf8OMkWZ0J_XDvZLPsDcfEXEuypEiHicNMPgTvlTEZDabkLxEJzfxx_SUdrSUL-WBd&s=1>
Einnig er hægt að hafa samband við Magnús Reyr í 896-2547.

Mótið er fyrir bæði eldra og yngra ár og veit ég til þess
 að 7.flokkur ætlar líka á mótið svo að vonandi fjölmenna 
Haukar á þetta skemmtilega mót.Það liggur fyrir að Freyr mun 
ekki komast á mótið með okkur en hann ætlar að kanna
hvort að Árni vill koma með okkur á mótið. Ef ekki þá munu
vanir foreldrar taka að sér að sjá um liðin með góðri samvinnu.

Freyr mun eftir sem áður stilla upp liðunum þegar ljóst verður
orðið hverjir ætla að fara.


Mótsgjald er 8.500- krónur og gerum við eins og áður ráð fyrir
einhverjum aukakostnaði vegna nestis á kvöldin og við 
hliðarlínuna og má því gera ráð fyrir að gjaldið verði 10.500-
á keppanda í ár. Við þurfum að skrá okkur á mótið í þessari 
viku svo að endilega látið vita sem allra fyrst ef þið 
ætlið að fara, eða fyrir föstudaginn 18.júlí.

kv. foreldrastjórn


Shellmót Upplýsingar

Sælir foreldrar, það er ljóst að skipulagið hjá okkur verður þétt á morgun miðvikudag, við áætlum að hittast á Ásvöllum um klukkan 12:00 og er brottför þaðan klukkan 13:00.

Við eigum bókað í Herjólf klukkan 16:00 og þurfum að vera komin tímanlega á staðinn. Jón Erlends verður á staðnum og ef þið þurfið að ná sambandi við hann á þeim tíma þá er hann með 8402143.

Ég verð farin til eyja á þriðjudeginum. Þeir sem hafa látið vita að þeir ætli með hópnum eru samkvæmt okkar skráningu:
Patrik Snæland / Bóas / Andri Fannar / Óliver Steinar / Óliver Helgi / Daníel / Ágúst Goði / Snorri / Eiður / Viktor Freyr / Siggi Snær / Gabríel / Jón Gunnar / Halldór / Patrik Leó / Stefán Steinar / Viktor Breki / Aron W / Stefán Ó / Freyr Elí / Aron Máni / Aron Þór / Tómas / Þorsteinn. 24 strákar.

Ef eitthvað er ekki rétt hér, þ.e. vantar inn nafn sem ætlar með hópnum látið þá endilega vita í athugasemdum.

Við verðum með stórann bíl til ferðarinnar sem tekur 14 farþega. Þá mun Pálmar pabbi Eiðs mæta líka á Ásvelli og taka Eið með sér ásamt því að taka 3 farþega. Björgvin pabbi Arons mætir líka og tekur Aron þór og 3 farþega, Snjólaug getur tekið 2 auka með sér og Stefáni og Björn pabbi Viktors Breka mætir og getur tekið 3 auka með sér.

Það er því orðið pláss fyrir alla ásamt því að við ættum að geta tekið þann farangur sem að þeir þurfa nauðsynlega með sér á þeim tíma með þá.

Jón verður með miða í Herjólf og leysir það sem þarf að leysa varðandi þá ef eitthvað er. Munum að mæta tímanlega með strákana svo að við getum raðað vel niður á bílana og farið af stað á réttum tíma.

Skipulagið þegar við komum til eyja er þannig að þeir fara beint í kvöldmat og svo í skemmtisiglingu.

Skipulagið í kringum mótið fer að mestu fram í hópnum okkar á Facebook en þið megið endilega láta okkur vita ef einhver ykkar eru ekki þar inni.
Annars bara muna eftir góða skapinu og vera til fyrirmyndar á hliðarlínunni. Ykkur er sjálfsagt að hafa samband við mig ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið spyrja um í 8962547 eða Jón í 8402143.

 

kv. fyrir hönd  Shellmóts nefndarinnar

 

Magnús


Liðskipan í Vestmannaeyjum

Haukar verða með 3 lið á Shellmótinu 2014.

Haukar 1

Tómas, Bóas,Daníel,Óliver,Patrik Snær, Þór Leví,Viktor J,Andri Fannar,Þráinn,Ágúst Goði.

Haukar 2

Sölvi,Gabríel,Þorsteinn,Össur,Snorri J,Eiður,Óliver H,Viktor Freyr,Sigurður ,Jónas.

Haukar 3

Stefán Steinar,Jón Gunnar,Aron W,Viktor B,Aron Máni,Stefán Ólafur,Lórenz,Halldór,Aron Þór,Patrik Leó.Freyr Elí.

Spilaðir verða 10 leikir á mótinu.

kv Freyr 


Spilað á Iðavöllum í Keflavík

Leikirnir í Pollamóti KSÍ verða spilaðir á Iðavöllum best að keyra Reykjanesbraut og beygja inn af brautinni hjá Gistiheimilinu Alex. Iðavellir liggja eins og Reykjanesbraut og er næsta gata fyrir neðan hana.

kv Freyr 


Skemmtilegt á Blöndósi

Það voru 23 Haukastrákar í fjórum liðum sem tóku þátt í Smábæjaleikunum á Blöndósi um helgina. Mikið fjör og frábær tilþrif og miklar framfarir hjá strákunum Haukar 1 spiluðu úrslitaleik  en þurftu að lúta í gras fyrir góðu liði Kormáks 3-0.  Smá rigning var á laugardeginum en á sunnudag var sól og blíða og var mótshald allveg til fyrirmyndar. Eg vill þakka foreldrum fyrir skemmtileg kynni og hjálpina og drengjunum fyrir frábæra helgi.

kveðja Freyr


Liðin á Blöndósi

Haukar verða með tvö A lið og tvö B lið á Smábæjarleikunum. Mikill fótbolti og allir að spila mikið. 

 

HAUKAR 1

Ásgeir,Gunnar,Krummi,Jörundur,Ólafur,Gísli

Haukar 2

Anton Örn,Pétur Uni,Tristan,Birkir B,Pétur Már,Kristófer.

Haukar 3

Stefán,Oddgeir,Bjarki,Emil,Daníel Darri.

Haukar 4

Svanbjörn,Þorvaldur,Ísleifur,Andrés,Anton Orri,Reynir.

Sjáumst hressir á laugardagsmorgun fundur kl 08:20 í Leikskólanum hjá öllum leikmönnum Hauka með Frey þjálfara. 

 kv Freyr


Smábæjarleikarnir 2014

Nú styttist í Smábæjarleikana á Blönduósi, helgina 20. - 22. júní.

Fyrstu leikirnir eru á laugardeginum kl. 9:00. Hér er að finna dagskrá mótsins www.hvotfc.is

Á laugardagsmorgninum ætlum við að hittast eftir morgunmat ca. Kl. 8:15 í stofunni þar sem strákarnir gista til þess að spreyja hár og setja Hauka tattoo.

Við komu á föstudeginum væri gott að hafa samband við Gunnar (pabba Bjarka) í síma 899-0800 og tilkynna komu sína og fá upplýsingar um mótið. Einnig fyrir þá drengi sem ætla að gista þarf að láta Gunnar hafa upplýsingar um nafn foreldra og símanúmer ef eitthvað kemur upp á.

 

Búið er að útvega nesti milli leikja, það sem verður í boðið er brauð og álegg, drykki, Corny, kanilsnúðar og snakk. Vilji foreldrar að börnin borði eitthvað annað eða börnin hafa sérþarfir þá er það í höndum foreldranna. Fínt væri ef 2-3 gæti tekið með sér samlokugrill, megið láta vita í athugasemdum.

Heildarverð fyrir mótið er kr.11.500 , inn í því er mótsgjald, liðsgjald og kr. 1.000 fyrir spreyi, mat og öðru tilfallandi. Eftirstöðvar eru því kr. 8.500 á hvern dreng. Vinsamlegast greiðið fyrir fimmtudaginn 19.júní nk. inn á reikning 0166-05-060220 kt. 010881-4639 og setjið nafn drengsins í skýringu.

Mikilvægt er að foreldrar hjálpist með að halda utan um drengina á mótinu en óskað verður eftir liðstjórum um leið og liðskipan liggur fyrir.

Fyrir utan þetta hefðbundna sem drengirnir þurfa að taka með sér eru hér nokkur atriði sem ekki má gleyma:

  • Vatnsbrúsa
  • Sundföt
  • Dýnu
  • Svefnpoki
  • Keppnisgalla
  • Legghlífar

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur á Blönduósi

Foreldrastjórn

 


Pollamót KSÍ á Selfossi og Keflavík

Haukar eru með átta lið í Pollamóti KSÍ þetta árið og verður spilað á

Selfossi á fimmtudag 19. júní og í

Keflavík mánudaginn 23. júní.

Fínir æfingaleikir fyrir mótin á Blöndósi og Vestmannaeyjum 

Pollamótið á Selfossi 4 lið stendur yfir frá 15:00-18:40. Þrír leikir við:Selfoss,Keflavík2 og HK2 

Þeir sem eiga að mæta á Selfoss á fimmtudag kl 14:30 eru á eldra ári. Sölvi,Andri Fannar,Þráinn,Daníel, Össur og Bóas og allir á yngra ári sem æfa fótbolta.

Pollamótið í Keflavík 4 lið stendur yfir frá 15:00-18:40. Þrír leikir við: Keflavík1,FH2 og Hamar/Ægir 

Þeir sem eiga að mæta í Keflavík kl 14:30 á mánudag eru allir á eldra ári nema þeir sem fara á Selfoss. 

 Tala sig saman um far.

 Þeir sem komast ekki láta vita í athugasemdir á blogginu.

 

kv Freyr og Árni 

 


Hilmar Trausti verður með æfingar í vikunni 10-12 júní

Báðir þjálfararnir verði í æfingaferðum erlendis í næstu viku Freyr verður í Danmörku með 4. flokk karla og Árni á Spáni með 3. flokk karla. Hilmar Trausti fyriliði m.fl karla sér um  æfingarnar ásamt góðum gestum. Á miðvikudag og fimmtudag verður Andri Fannar Freysson (sonur Freys) leikmaður Pepsí-deildarliðs Keflavíkur gestur á æfingunum.

kv Freyr og Árni 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband