Upplýsingar frá mótsnefnd Stjörnumótsins.

Eins og sjá má í bréfinu hér að neðan eru eingöngu leyfðir liðstjórar og þjálfarar á mótinu.
 
Kæru þjálfarar,
 
Okkur langar að koma á framfæri frekari reglur varðandi foreldrana sem vilja skiljanlega koma horfa á mótið. Við ráðum því miður ekki við að allir séu að koma á svæðið.  Eftirfarandi sóttvarnarreglur gera okkur kleift að : 
  • 8.flokkur karla og kvenna = annar foreldri þátttakanda getur mætt á svæðið. 
  • 6.-7.flokkur karla = Einn liðsstjóri á hvert lið ( engir áhorfendur)
  • 6.-7.flokkur kvenna = einn til tveir liðsstjórarar á hvert lið ( engir áhorfendur)
Keppnisdagarnir eru mis stórir sem veldur því að við förum þessa leið. Mót 6.-7.flokk karla eru fjölmennust, svo 6.-7.flokkur kvenna og svo 8.flokkur karla og kvenna. Biðjum við ykkur um að benda foreldrum á þetta. Þessar upplýsingar koma einnig fram hér í upplýsingaskjali sem fylgir hér með í viðhengi, gott er að senda það skjal út á foreldrana. Við þurfum að bregðast við ef ekki verður farið eftir þessu og meina "foreldrum aðgang" ef það verður of fjölmennt á svæðinu og talan fer yfir 100.
 
Enginn veitingasala er á svæðinu. Hvetjið því þátttakendur til að mæta með hollt og gott nesti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband