Skemmtilegt í Vogunum

Það voru þreyttir Haukarar sem héldu heim í dag sunnudag eftir vel heppnaða ferð í Vogana. Góð mæting var og var farið í allskonar íþróttir m.a. badminton,sund,körfu,handbolta,bingó,og fótbolta. 
    Þetta var mikill lærdómur fyrir strákanna að vinna í hóp og hvernig á að hegða sér margir að fara í fyrsta skipti. Þeir stóðu sig vel og voru félaginu og foreldrum til sóma. 

    Bestu þakkir strákar fyrir frábæra ferð og flottum foreldrum þökkum við  fyrir hjálpina og skemmtilegar stundir.


kveðja 
Freyr og Viktor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þökkum kærlega fyrir ómetanlegar stundir í Vogum. Það er ekki sjálfgefið að þjálfarar gefi sér tíma til að skipuleggja og halda úti svona starfi, hvað þá í öll þessi ár/áratug.

Minningar sem aldrei gleymast, vinskapur, töfrabrögð og íþróttir. Hvað er betra 😁

Kveðja Matthías Logi, Baldur og Hjördís 

Baldur Páll Guðmundsson 20.2.2019 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband