Nú styttist í Smábæjarleikana á Blönduósi, helgina 20. - 22. júní.
Fyrstu leikirnir eru á laugardeginum kl. 9:00. Hér er að finna dagskrá mótsins www.hvotfc.is
Á laugardagsmorgninum ætlum við að hittast eftir morgunmat ca. Kl. 8:15 í stofunni þar sem strákarnir gista til þess að spreyja hár og setja Hauka tattoo.
Við komu á föstudeginum væri gott að hafa samband við Gunnar (pabba Bjarka) í síma 899-0800 og tilkynna komu sína og fá upplýsingar um mótið. Einnig fyrir þá drengi sem ætla að gista þarf að láta Gunnar hafa upplýsingar um nafn foreldra og símanúmer ef eitthvað kemur upp á.
Búið er að útvega nesti milli leikja, það sem verður í boðið er brauð og álegg, drykki, Corny, kanilsnúðar og snakk. Vilji foreldrar að börnin borði eitthvað annað eða börnin hafa sérþarfir þá er það í höndum foreldranna. Fínt væri ef 2-3 gæti tekið með sér samlokugrill, megið láta vita í athugasemdum.
Heildarverð fyrir mótið er kr.11.500 , inn í því er mótsgjald, liðsgjald og kr. 1.000 fyrir spreyi, mat og öðru tilfallandi. Eftirstöðvar eru því kr. 8.500 á hvern dreng. Vinsamlegast greiðið fyrir fimmtudaginn 19.júní nk. inn á reikning 0166-05-060220 kt. 010881-4639 og setjið nafn drengsins í skýringu.
Mikilvægt er að foreldrar hjálpist með að halda utan um drengina á mótinu en óskað verður eftir liðstjórum um leið og liðskipan liggur fyrir.
Fyrir utan þetta hefðbundna sem drengirnir þurfa að taka með sér eru hér nokkur atriði sem ekki má gleyma:
- Vatnsbrúsa
- Sundföt
- Dýnu
- Svefnpoki
- Keppnisgalla
- Legghlífar
Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur á Blönduósi
Foreldrastjórn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 106685
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.