Haukar prúðastir í Vestmannaeyjum

Haukar voru með þrjú lið að þessu sinni og voru allir að skemmta sér vel og standa sig í fótboltanum. Spilaðir voru 9 leikir á lið á þremur dögum og gott skipulag var á milli þjálfara,farastjóra og foreldra sem er nauðsynleg á þessu móti. Veðrið lék ekki við drengina þó nokkur rigning var en ekki mikið rok. Haukar fengu eftirsótt verðlaun PRÚÐASTALIÐIÐ en þau verðlaun eru veitt þeim liðum sem hafa skarað framúr í hegðun utan sem innan vallar. 

 Við viljum nota tækifærið og þakka strákunum, farastjórum, og  bílstjórunum fyrir allar keyrsluna í Vestmannaeyjum og síðast en ekki síst flottum foreldrum fyrir skemmtilega daga í Vestmannaeyjum.

kv Freyr og Viktor


Bloggfærslur 30. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband