Sælir foreldrar
Við áætlum að hittast á Ásvöllum klukkan 11:00 og er brottför þaðan ekki seinna en klukkan 12:00. Munum að mæta tímanlega með strákana svo að við getum raðað niður á bílana og farið af stað á réttum tíma. Ekki verður stoppað á leiðinni til að borða og því er mikilvægt að strákarnir séu vel saddir þegar þeir mæta. Við eigum bókað í Herjólf klukkan 14:45 og þurfum að vera komin tímanlega á staðinn.
Búið er að bóka 9 manna bíl og Sveinn Óli (pabbi Huga) ætlar að keyra til og frá Landeyjarhöfn auk þess eru nokkrir foreldrar með laus sæti í farþegabílum sínum og er orðið pláss fyrir alla. Sunna (mamma Óla Darra) verður á Ásvöllum með miðana í Herjólf fyrir strákana og liðstjóra.
Við komuna til eyja verða rútur á staðnum sem keyra strákana á svefnstað sem er Hamarskóli og liðstjórar fylgja liðunum þangað. Skipulagið þegar við komum til eyja er þannig að við förum og komum okkur fyrir á svefnstað. Kvöldmatur er kl 18.00-18.30 í Höllinni. Við erum ekki kominn með tímasetningu á siglingu og rútuferð en við setjum það inn um leið og við fáum upplýsingarnar sendar frá stjórnendum mótsins.
Skipulagið í kringum mótið er þannig að það eru skipulagar ferðir fyrir strákana 2 sundferðir, heimsókn í Eldheima og Sæheima, bátsferð og rútuferð. Hlutverk liðstjóra er að fylgja strákunum á leiki, í mat, fyrrgreindar skipulagðar ferðir og í svefn. Þar fyrir utan eru drengirnir á ábyrgð foreldra en gaman er þó fyrir liðin og foreldra að halda hópinn. Mikilvægt er fyrir foreldra og liðstjóra að fylgjast með dagskrá Orkumótsins hvað varðar niðurröðun leikja og matmálstíma. Á heimasíðu mótsins má nálgast handbók fyrir liðstjóra þar sem mikilvægar upplýsingar eru og gott væri að prenta út. Hér er linkurinn inná heimasíðu mótsins www.orkumotid.is
Annars bara muna eftir góða skapinu og vera til fyrirmyndar á hliðarlínunni.
Ykkur er sjálfsagt að hafa samband við okkur ef þurfa þykir í síma 863-8989 Sigrún, 865-6804 Sunna og Laufey 824-2702.
kv. fyrir hönd Orkumóts nefndarinnar
Sigrún, Sunna og Laufey
Bloggar | Mánudagur, 22. júní 2015 (breytt kl. 23:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 22. júní 2015
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |