Haukar flottir á Shellmótinu

Það var ekki glæsilegt útlitið á mánudag varðandi veður fyrir Shellmótið 2013 en það rættist heldur betur úr því. Þrátt fyrir smá rigningu og vind þá kom alltaf smá sólarglæta inn á milli.

Haukar voru með tvö lið að þessu sinni og voru allir að skemmta sér vel og standa sig í fótboltanum. Það kom berlega í ljós á þessu móti að nauðsynlegt er að vera með litla rútu (Hauka-rútu 15 manna bíl). Spilaðir voru 10 leikir á lið á þremur dögum og gott skipulag milli þjálfara,farastjóra og foreldra er nauðsynlegt. Það er skemmst frá því að segja að Haukar1 komust í úrslit um Shellmótsbikarinn 1-8 og lenntu í fimmta sæti eftir sigur á Þrótti 1-0. Haukar 2 stóðu sig mjög vel og unnu Surtseyjarbikarinn eftir úrslitaleik við KR. Ég vill nota tækifærið og þakka strákunum og farastjórum og síðast en ekki síst flottum foreldrum fyrir skemmtilega daga í Vestmannaeyjum.

kveðja Freyr 


Bloggfærslur 30. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband