Færsluflokkur: Bloggar

Æfing kl 11:00-12:00

Æfingin á morgun fimmtudag verður kl 11:00 vegna leikja hjá 5. Flokki.


Úrslitakeppni í D liðum á Akranesi

Haukar spila í 8 liða úrslitakeppni Pollamóts KSÍ á Akranesi á miðvikudag. Það voru Haukar1 og Haukar2 í D liðum sem unnu sér rétt á að spila til úrslita í sumar. Leikirnir byrja kl 15:25-16:15-17:05 auk þess er spilað um sæti. Mæting er á Ásvelli kl 14:00 á miðvikudag en farið verður með þeim foreldrum sem geta keyrt.

Haukar2:Mikael,Sindri,Myrkvi,Hilmir,Alexander,Axel,Dagur,Stefán.

Haukar1:Bóas,Anton Orri,Andrés,Emil,Palli,Birkir B.

 

Staðfesta þátttöku á blogginu.

Nánari upplýsingar hjá Frey þjálfara 897-8384 ef eitthvað er óljóst.

 


Æfingamót á laugardag 8. àgúst

Á laugardag koma ÍBV og Keflavík í heimsókn og spila við okkur, áætlað að byrja kl 12:00 og spila til 15:00. Þeir sem komast skrái sig strax til að sjá hvað við verðum með með mörg lið.

 


Sumarfrí

Það er sumarfrí í næstu viku  27.- 30. júlí byrjum aftur þriðjudaginn 4. ágúst.


Orkumótið 2015 í Vestmannaeyjum

 

Haukar voru með þrjú lið að þessu sinni og voru allir að skemmta sér vel og standa sig í fótboltanum. Spilaðir voru 10 leikir á lið á þremur dögum ásamt allskonar afþreyingu. Gott skipulag milli þjálfara,farastjóra og foreldra er nauðsynlegt og var þetta besta skipulag sem hefur verið hjá Haukum á þessu móti. Allir leikmenn að leggja sig fram og upplifa spennu,vonbrigði og gleði. Við vijum nota tækifærið og þakka strákunum og frábærum farastjórum og síðast en ekki síst flottum foreldrum fyrir skemmtilega daga í Vestmannaeyjum.

kveðja Freyr og Viktor 


Myndataka á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, verður myndataka á öllum flokkum 
félagsins í knattspyrnu. Myndirnar verða notaðar á
heimasíðu félagsins, haukar.is,á Facebook síðum og
í almennu kynningarstarfi á knattspyrnudeildinni.
Mæta í Haukabúningnum þetta tekur stuttan tíma
mæting kl 17:50 á Ásvelli gerfigras.

Upplýsingar varðandi Orkumótið

Sælir foreldrar

Við áætlum að hittast á Ásvöllum klukkan 11:00 og er brottför þaðan ekki seinna en klukkan 12:00. Munum að mæta tímanlega með strákana svo að við getum raðað niður á bílana og farið af stað á réttum tíma. Ekki verður stoppað á leiðinni til að borða og því er mikilvægt að strákarnir séu vel saddir þegar þeir mæta. Við eigum bókað í Herjólf klukkan 14:45 og þurfum að vera komin tímanlega á staðinn.

Búið er að bóka 9 manna bíl og Sveinn Óli (pabbi Huga) ætlar að keyra til og frá Landeyjarhöfn auk þess eru nokkrir foreldrar með laus sæti í farþegabílum sínum og er orðið pláss fyrir alla. Sunna (mamma Óla Darra) verður á Ásvöllum með miðana í Herjólf fyrir strákana og liðstjóra.

Við komuna til eyja verða rútur á staðnum sem keyra strákana á svefnstað sem er Hamarskóli og liðstjórar fylgja liðunum þangað. Skipulagið þegar við komum til eyja er þannig að við förum og komum okkur fyrir á svefnstað. Kvöldmatur er kl 18.00-18.30 í Höllinni. Við erum ekki kominn með tímasetningu á siglingu og rútuferð en við setjum það inn um leið og við fáum upplýsingarnar sendar frá stjórnendum mótsins.

Skipulagið í kringum mótið er þannig að það eru skipulagar ferðir fyrir strákana 2 sundferðir, heimsókn í Eldheima og Sæheima, bátsferð og rútuferð. Hlutverk liðstjóra er að fylgja strákunum á leiki, í mat, fyrrgreindar skipulagðar ferðir og í svefn. Þar fyrir utan eru drengirnir á ábyrgð foreldra en gaman er þó fyrir liðin og foreldra að halda hópinn. Mikilvægt er fyrir foreldra og liðstjóra að fylgjast með dagskrá Orkumótsins hvað varðar niðurröðun leikja og matmálstíma. Á heimasíðu mótsins má nálgast handbók fyrir liðstjóra þar sem mikilvægar upplýsingar eru og gott væri að prenta út. Hér er linkurinn inná heimasíðu mótsins www.orkumotid.is

Annars bara muna eftir góða skapinu og vera til fyrirmyndar á hliðarlínunni.

Ykkur er sjálfsagt að hafa samband við okkur ef þurfa þykir í síma 863-8989 Sigrún, 865-6804 Sunna og Laufey 824-2702.

kv. fyrir hönd Orkumóts nefndarinnar

Sigrún, Sunna og Laufey


Fjör á Blöndósi

Það voru 15 Hauka strákar á yngra ári í þremur liðum sem tóku þátt í Smábæjaleikunum á Blöndósi um helgina. Mikið fjör og frábær tilþrif hjá strákunum og miklar framfarir, Haukar 2 spiluðu til að mynda úrslitaleik  en þurftu að lúta í gras fyrir góðu liði Samherja 4-0.Töluverður vindur var á laugardeginum en á sunnudag var betra veður og mótshald allveg til fyrirmyndar. Ég vill þakka foreldrum fyrir skemmtileg kynni og hjálpina með drengina og síðast en ekki síst drengjunum fyrir frábæra helgi.

kveðja Freyr


Upplýsingar varðandi Blöndós

Heil og sæl, senn líður að stóru stundinni og að þessu sinni rennur hún upp við ósa Blöndu (11°C, skýjað og hægur vindur). Getur einhver boðið betur en það? Hvet fólk eindregið til að greiða "restina" svo hægt sé að ganga frá greiðslum. Ef einhver iðkandi er ekki skráður til leiks en langar til að bætast í hópinn þá er um að gera að hika ei heldur bætast í hóp ungra drengja sem ætla að hafa gaman :-) 

Aðeins varðandi skipulagið þá verður gist í leikskóla við sundlaugina og mun ég (sem "svefnfulltrúi") verða mættur þangað væntanlega undir kvöldmatarleyti á föstudag, verð á Akranesmótinu í byrjun dags. Ef það er einhver sem er tilbúinn að bætast í hópinn og gista með mér og strákunum þá væri það ágætt. Freyr verður svo með seinni nóttina. 

Þangað til næst; góðar stundir!

Kv Brynjar (pabbi Birkis, 825-7241) 

PS. Varðandi nestið fyrir strákana yfir daginn þá er planið að útbúa það á föstudagskvöld/laugardagsmorgun; smyrja samlokur og slíkt => Í það verkefni þarf tvo til þrjá "Nestis-fulltrúa" en hráefni verður keypt ... afgreiðum á staðnum


Greiðsla fyrir Blöndósmót.

Þeir sem fara á Blöndósmótið 20.-21. júní þurfa að ganga frá greiðslunni varðandi gjaldið á mótið. Heildar upphæð er Kr.13.000 talað var um 12.000, en þar sem 10.000 x 3 lið kemur ofan á mótsgjald hækkaði gjaldið aðeins. Borga inná reikn: 0513-26-5882 kt: 220673-4809 og setja nafn á dreng í skýringu.

Foreldrastjórn 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband