Kæra Haukafólk

 

Samkvæmt tilmælum frá ÍSÍ verður gert hlé á æfingum grunn- og leikskólabarna til mánudagsins 23.mars. Haukar munu fylgja þessum tilmælum sem byggja á mati landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra. Þjálfarar og starfsfólk félagsins munu vinna að því að skipuleggja næstu viku með þeim hætti að æfingar geti hafist aftur að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru um samkomubann. Hlutirnir eru þó fljótir að breytast, við munum fylgjast vel með og upplýsa iðkendur og forráðamenn um stöðuna hverju sinni. Hér er tilkynningin frá ÍSÍ: http://isi.is/frettir/frett/2020/03/15/Ithrottastarfid-i-samkomubanni/


Æfingar falla niður

Allar æfingar á vegum Knattspyrnufélagsins Hauka verða felldar niður um helgina.
Með vísan til stöðunnar í samfélaginu og yfirlýsinga frá yfirvöldum vegna ráðstafana gegn Kórónuveirunni hefur verið ákveðið að fella niður allar æfingar hjá félaginu nú um helgina.
Frekari upplýsingar um íþróttastarf á vegum Hauka verður kynnt eftir samráðsfund á mánudaginn.

F.h. Knattspyrnufélagsins Hauka
Samúel Guðmundsson, formaður.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband